Endurbætum Ingólfstorg án risahótels
Risahótel við Ingólfstorg, þar sem fyrir er annað stórt hótel og enn fleiri í næsta nágrenni væri umhverfisslys í elsta kjarna borgarinnar.Í samkeppni sem er að hefjast er gert ráð fyrir því að risahótel rísi við sunnanvert torgið. Núna mynda gömul hús heild á þrjá vegu við torgið og þá mynd ber að virða óbreytta, skerða hvergi birtumagn en skapa meiri sólaraðstöðu í framhaldi af Fálkahúsinu. Ingólfstorg er dýrmætt almannarými sem á ekki að taka mið af hagsmunum fjármagnsins heldur fólksins.
http://smugan.is/2011/11/lodarhafi-i-domnefnd-a-vegum-borgarinnar/
Það er ekki svæðið sem fellur undir breytingu gamla Morgunblaðshúsið eða sem þú kallar gamla Tryggingarmiðstöðin, þannig hefur ekkert að segja um hvort það fari eða verði, því það er eingin áform um breytingar á. lesa betur um hvaða svæði á að breyta og koma ýtt 130 herb, hótel á!!
Sjá fína grein eftir Torfa Hjartarson áheyrnarfulltrúa í skipulagsráði
http://www.visir.is/kotturinn-i-sekknum-/article/2011712179975
Er verið að grínast með það að reisa hótal þar sem skemmtistaðurinn Nasa stendur í dag! Skil ekki einu sinni að það þurfi rök gegn þessari hugmynd. Hversu margir fermetrar eru nú þegar lausir í 100 metra radíus við þessa staðsetningu? t.d. gamla landsímahúsið eða mogga höllin. Hversu mörg hótel eru þarna nú þegar; Hótel Borg, Hótel Plaza, Hótel Reykjavík Centrum. Samanlögð herbergi? Hvað eru margir tónleikastaðir á svæðinu? eins og ég segi það er erfitt að reyna að ímynda sér rök með hugmyndinni. "við búum í borg, ekki þorpi..." rökin eiga ekki við þar sem Reykjavík er talsvert norðar en Róm! og ástæðan fyrir brunagöflum er ekki að fylla upp að þeim þá hétu þeir líklega fyllauppaðþeimgaflar. Allavega ég er á móti hótelbygginu á þessu svæð en vel mætti skoða einhverja uppbyggingu. þá mætti jafnvel líta til þeirrar þróunar sem orðið hefur í uppbyggingunni í kringum Fógetann gamla og tengja þá uppbyggingu við Austurvöll og Nasa.
http://www.visir.is/kotturinn-i-sekknum-/article/2011712179975 Þetta er frábæra greinin hans Torfa. Svo er hér önnur grein http://smugan.is/2012/01/borgin-getur-bjargad-nasa-og-gomlu-husunum-vid-vallarstraeti-ef-hun-vill/
Við erum að tala um dýrmætustu almannarými borgarinnar; Ingólfstorg sem er stærsta torgið og það eina sem getur t.d. rúmað sæmilegan útifund, Fógetagarðinn eða gamla Víkurkirkjugarð og Austurvöll með Alþingisreitnum. Ef lóðarhafi, sem á þegar gamla Landsímahúsið, NASA og elstu húsin við Vallarstræti, fær áformum sínum framgengt um risahótel þá fylgir því óhjákvæmilega mikil umferð. Sá hinn sami lóðarhafandi á hótel við Austurstræti og hyggst tengja þennan rekstur saman. Við sjáum nú þegar hvernig hótelin við Ingólfstorg eru að þenjast út, inn í Morgunblaðshöllina og í gömlu Tryggingamiðstöðina. Viljum við hótel-mannlíf í gömlu miðborginni með þeirri umferð sem slíkum rekstri fylgir eða viljum við hlúa að því einstaka; gömlu húsunum, heildstæðum götumyndum, menningarverðmætum?
Ef það væri einhver staðfesting fyrir þá einhverjum upplyftandi arkitektúr væri ég vel til í fallegt hótel. En miðað við lang flestar nýbyggingar í Reykjavík undanfarin áratug hefur ekki verið mikið um slíkt. Svartir gler-kassar, nei takk.
Það er ekki verið að hugsa alla leið með því að leyfa byggingu á hételi á þessum stað: Hótel Reykjavík Centrum og Hótel Plaza eru þegar í miklum vandræðum með að fá leigubíla og rútur til að sækja gesti sína (eða koma flugrútu að). Svo verður aðeins að hugsa um hvað það er sem þessir blessaðir ferðamenn vilja sjá í miðbænum: torg sem er í skugga og án karakters, með háhýsi úr gleri og stáli í hjarta borgarinnar eða gömul hús sem eru þó andlit Reykjavíkur og í samræmi við sitt umhverfi. Moggahöllin var skipulagsslys en verður ekki hróflað við því, Aðalstræti 9 er ljótasta húsið á þessum stað en verður ekki hróflað við því, en Ingólfstorg á skilið mikið betur en eitt skrímsli enn. Tími græðginnar einkaaðila á okkar sameign er líðinn, Ekki gleyma því þá að hótelbyggin á þessum stað mun óhjákvæmilega hafa áhrif á Austurvöll, sem er enn ókannað og óupplýst hver verða...
Ingólfstorg má alveg við andlitslyftingu. Húsið sem hýsir/hýsti Tryggingarmiðstöðina mætti t.d alveg víkja og setja eitthvað fallegra þar í staðinn. Allt of mikið af hundljótum kubbahúsum sem eru ekki beint í neinum stíl. Þá vil ég frekar fá hótel sem gæti þá uppfyllt einhverja staðla eftir því hvernig við viljum láta miðbæin looka. Væri ekki gaman ef Íslendingar ættu einhverja eina ákveðna byggingarhefð en ekki bara ódýrustu teikningar hvers tíma sem minnisvarða um andleysu.
Að því mér sýnist er alveg kappnóg af risahótelum í og við miðbæjarsvæðið. Það er algerlega óásættanlegt að fórna ítrekað og sí og æ almannarými fyrir hótel og lunda/ísbjarnabúðir. Það er vel hægt að endurbæta þessi svæði án þess að hola niður risahótelum út um allt og það ber vott um fádæma hugmyndaleysi að horfa til hótelbygginga sem patentlausna á skipulagsvanda. Þau skapa enn fleiri vandamál en þau "leysa". Verktakaræðið bjó til Borgartúnið og Höfðatorg. Er ekki komið nóg af verktakasleik?
Við búum í borg, ekki þorpi. Þegar húsin á þessi svæði, 4.- 5.hæða byggðust upp fyrir 40-60 árum síðan, þá var hugsunin sú að minni hús víkja með tímanum og þá myndi byggjast upp borgarkjarni eins og í borgum heimsins, það kallast þróun borgar. Alls staðar á þessu svæði eru miklir brunagaflar (sjá link), hús sem byggð voru þegar skipulag svæðisins gerði ráð fyrir eðlilegri endurnýjun bygginga, en ástæðan fyrir brunagöflunum er sú að fylla upp að þeim með síðar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation