Að reisa hljóðmön eða hljóðvarnar vegg frá gatnamótum Hàaleitisbrautar að gatnamótum Grensásvegar, bæta við háum trjám hvað sem er til að draga úr þessari mengun.
Nauðsynlegt er að draga úr hljóð og loft mengun, sem dæmi er húsið okkar þakið sóti, það berst inn um glugga og eyðileggur gardínur og sót sest á veggi og húsbúnað.
Reykjavíkurborg hefur lagt ótal hjóla og göngustíga - hvatt íbúa til að nota strætó og fl. En það verður að huga að þeim umferðarmannvirkjum sem hafa verið til staðar í áratugi og gera ráðstafir til að draga úr hljóð og loftmengun. Borgin og við íbúarnir sitjum uppi með þessi mannvirki! Þegar íbúðarhús okkar hjóna var reist árið 1974 - hvað ætli margir bílar hafi keyrt Miklubrautina á sólarhring þá?? Þess vegna þurfa að koma sér ÚRRÆÐI til að leysa vandann NÚNA. Takk
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation