Betri aðstöður fyrir hundana á geirsnefi ,og fleiri staði
Það er eingöngu einn staður fyrir hunda í reykjavik og það vantar fleiri staði,og það vantar vatn fyrir þá á geirsnefi,,svo er allt í drullu þar hjá bílastæðinu þarf að laga það.
Það er MJÖG mikilvægt að laga aðstöðu og ekki síst aðkomu að Geldinganesi. Vegurinn yfir eyðið er skelfilegur og eftir að akstur à nesinu sjàlfu var bannaður sem ég hef kannski ekki mikið à móti þà bràðvantar að gera pláss til að skilja bílana eftir. Einnig væri gott og ekki endilega kostnaðarsamt að setja t.d. bekki og jafnvel einhverskonar skjólgarða hèr og þar à þessu víðàttumikla og fallega svæði. Upplýstur troðningur eða göngustígur í hringinn í kringum nesið væri svo toppurinn à tilverunni. Tel ég ekki að það sé til of mikil mælstað eitthvað af þessum 30-50 milljónum. Sem hundaeigendur greiða àrlega séu notaðir í þeirra þágu.
Það er fáránlegt að loka þessum 2 stöðum af með einhverju risagrjóti. Þar með er lokað á nýtingu svæðanna af þeim sem eru illa gangfærir eða eiga stuttfætta eða gamla hunda. Það er alveg furðulegt árið 2011 að ekki finnist skárri lausn á sorpmengun, utanvegaakstri, hraðakstri og tillitsleysi en stórt grjót og algert samskiptaleysi við hundaeigendur sem þó greiða yfir 30 milljónir til borgarinnar sem á að nota til reksturs svæðanna. 2 sorptunnur á öllu Geldinganesi 10x stærra en Geirsnef
Það er rétt að ákveðin grassvæði við bílastæðin á Geirsnefi eru svolítið subbuleg. Kannski ráð að malbika þar sem álagið er mest og grasið virðist vera á undanhaldi fyrir moldardrullu. Annars fínasta svæði þarna á Geirsnefi og ágætt að ekki er lengur hægt að keyra hringinn. Hef grun um að þeir sem keyra á eftir eða á undan hundunum sínum, sjái síður hvar þeir skíta! Það á líka við um Geldinganesið. Styð líka fleiri smærri hundasvæði/gerði í íbúahverfum. Ég finn alltaf nóg af ruslatunnum!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation