Losna við sandhaugana við Bryggjuhverfið

Losna við sandhaugana við Bryggjuhverfið

Losna við sandhaugana við Bryggjuhverfið

Points

Frá því að Bryggjuhverfið var byggt upp var sagt að Björgun yrði flutt úr hverfinu. Umferð flutningabíla fylgir drulla. Sandfok og hættur fylgja starfseminni. Liðinn er áratugur og ekkert bólar á flutningi né frekari uppbyggingu hverfisins. Verðmæti eigna lækkar þótt húsin séu ný. Erindum til borgarstjóra svarað af embættismönnum. Lagfæringar hér og þar en ekki pólitísk forysta um flutning. Þolinmæði íbúa er á þrotum. Kæri Jón, tíminn til að gera Bryggjuhverfið einnig betra er þetta kjörtímabil!

Ef starfsemin krefst hafnaraðstöðu á fyrirtækið að fjárfesta í nýrri höfn og færa þann kostnað inn i verð vörunnar sem kúnnarnir greiða endanlega fyrir. Það er eðlileg lausn. Mikill kostnaður hefur þegar lagst á íbúa Bryggjuhverfis vegna þessa ástands í meira en áratug - með lækkun fasteignaverðs í hverfinu og vegna óþægindi sem fylgja starfseminni. Við þessar aðstæður getur fyrirtækið ekki gert kröfu um fullkomna hafnaraðstöðu fyrir eitt dæluskip.

Þetta strandar á að finna nýtt hafnarstæði fyrir Björgun. Það er leit að hafnarstæðum þar sem ölduhæð er nánast ávallt lítil, sérstaklega í slæmum SV og SA lægðum.

Hver á að bera kostnaðinn af ástandinu? Mikill kostnaður hefur lagst á íbúa Bryggjuhverfis vegna þessa ástands í meira en áratug - með lækkun fasteignaverðs í hverfinu og vegna óþæginda sem fylgja starfseminni. Eiga íbúarnir endalaust að bera það tjón? Við þessar aðstæður getur fyrirtækið ekki neitað að flytja starfsemina, t.d. með því að gera kröfu um fullkomna hafnaraðstöðu fyrir eitt dæluskip. Á móti geta íbúar farið fram á skaðabætur fyrir það mikla tjón sem þeir hafa orðið fyrir útaf þessu ástandi. Ef starfsemin krefst hafnaraðstöðu á fyrirtækið að fjárfesta í nýrri höfn sem mætir kröfum þeirra og færa þann kostnað inn i verð vörunnar sem kúnnarnir greiða endanlega fyrir. Það er eðlileg lausn sem er löngu orðin aðkallandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information