Sundlaug í Fossvogsdal
Að mínu mati á Fossvogurinn að vera almenningsíþróttarsvæði. Það vantar alveg sundlaug á þetta svæði. Næstu laugar eru í Laugardal og Árbæ. Umferðin hefur aukist jafnt og þétt í dalnum, síðustu tvo áratugi, sérstaklega síðustu tvö ár. Sundlaug hefði mjög hvetjandi áhrif á almenningsíþróttir (s.s. göngur, skokk, hlaup, hjólreiðar). Það mætti byrja smátt (lítil laug, pottar og stórt tún) kostar ekki mikið, sparar skólakeyrslu í sund. Hafa sundlaugina græna þ.e. fyrir gangandi, ekki bílastæði.
Að byggja sundlaug og reka hana vildi ég sagt hafa:)
Það kostar sitt að reka sundlaug og reka hana. Þessutan nóg af laugum útum allt. Stutt í Kópavogslaug og ekki má gleyma Salarlaug. Hef verið duglegur að synda og sýnist að nýtingin á þeim mannvirkjum mætti gjarnan vera betri. Væri frekar ráð að setja pening í áframhaldandi uppbyggingu á þeim mannvirkjum sem að fyrir eru en byggja ný á tímum samdráttar og niðurskurðar. ps: svo væri ráð að setja allar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt. Að sundlaugarkort myndi gilda allsstaðar!
Þetta er góð hugmynd en ekki beint forgangsverkefni. Á meðan það er verið að skera niður eins og er verið að gera núna er margt annað sem mætti hafa forgang fram yfir þetta.... Að mínu mati :-)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation