Mér finnst skorta skipulögð svæði til úti íþróttaiðkunar í miðbænum, til dæmis hægt að nýta hluta Hljómskálagarðsins til þess. Ég vil leggja fram hugmynd að fótbolta-sparkvelli í Hljómskálagarðinum.
Skortur er á skipulögðum svæðum til íþróttaiðkunar í miðbænum. Fótbolta-sparkvöllur í Hljómskálagarðinum gæti verið fyrsta skrefið í áttina að fjölga þessum svæðum og þar með virkja íbúa svæðisins enn meira.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation