Sprautunálabauka inn í hverfin

Sprautunálabauka inn í hverfin

Sprautunálabauka inn í hverfin

Points

Vegna endurtekinna tilfella í borginni þar sem börn eru að stinga sig á sprautunálum þykir Litla forvarnarteyminu á Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts kominn tími á að Reykjavíkurborg setji upp svokallaða sprautunálabauka í hverfum borgarinnar. Þar geta sprautufíklar losað sig við notaðar sprautur á öruggan hátt í stað þess að henda þeim frá sér á t.d. leiksvæðum barna. Þetta er afar brýnt verkefni þar sem öll viljum við búa börnunum okkar öruggt umhverfi þar sem þau eru að leik.

Er verið að gera grín ? Sprautufíklar nenna ekki að ganga að næstu ruslatunnu, hvað þá að einhverjum sprautubauk. Þetta myndi sitja tómt og yrði svo skemmt. Frekar að hefta aðgengi að nálunum svo þeir tími ekki að láta nálarnar frá sér

Aukum aðgengi bauka í hverfin þannig að sá sem notar sprautur geti látið þær frá sér þannig að börnin í hverfinu séu ekki að taka þær upp og jafnvel stinga sig á þeim. Flestir sem nota sprautunálar vilja sýna ábyrgð.Sprautunálabauka í hverfin=Betri Reykjavík=Öruggari Reykjavík fyrir börnin okkar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information