Væri gott að fá hraðahindrun á göngustíginn við leikvöllinn við Sílakvísl þar sem hjólandi umferð er allt of hröð miða við að þarna sé leiksvæði fyrir börn.
Minni hætta á slysi
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Þetta ætti að vera forgangur og setja hraðahindranir víðar á þessum hjólastíg sem fer í gegnum hverfið. Hafa eina við Regnbogann aðra við leikvöllinn og aðra neðar fyrir neðan Streng
Stórhættuleg, hjólreiðafólk kemur á blússandi siglingu niður stokkinn.
Hraðahindrun þarna er ekki lausn á vandanum. Upprunalegar áætlanir varðandi endurnýjun hitaveituæðar og stíga ofaná henni miðuðust við að gera líka hjólastíg gegnum hverfið. Íbúar báðu um að hjólastígurinn yrði ekki gerður því þeir óttuðust hraða hjólaumferð. Þar með var í raun ákveðið að hraða hjólaumferðin skyldi vera á göngustígnum. Eina alvöru lausnin á þessu er að leggja almennilegan hjólastíg í gegnum hverfið eins og áætlanir voru um, hugsanlega með einhverjum breytingum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation