Víða má finna gífurlegt magn af rusli á almennings- og göngusvæðum. Auðvitað væri best ef fólk nýtti ruslatunnurnar betur, en má ekki fjölga starfsmönnum borgarinnar sem sjá um slík verk eða finna aðrar lausnir?
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Sjálfsagt mál og varla að við íbúar eigum að þurfa að kjósa um þetta. Vildi sjá borgina hafa frumkvæði að því að halda borginni hreinni. Einnig að reynt væri að spornar við veggjakroti sem er bókstaflega allsstaðar á öllum staurum, umferðarmerkjum og svo mætti lengi telja.
Er ekki á móti því að hverfi borgarinnar séu hreinsuð en þetta er alltof almennt orðað. Er ekki hægt að setja fram meira konkret tillögu en þetta?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation