Frístundaheimilið Glaðheima nær Langholtsskóla

Frístundaheimilið Glaðheima nær Langholtsskóla

Núverandi aðstaða er ekki boðleg. Það er ekki spurning að frístundaheimilið á að vera á skólalóðinni, þar sem aðgangur er að flottri skólalóð, tölvuveri skólans, íþróttahúsi, bókasafni o.s.frv. og síðast en ekki síst með náttúruparadís Reykjavíkurborgar við tærnar: Laugardalinn.

Points

Fullkomlega sammála þeim sem hafa ritað hér á undan mér. Auk þess koma mörg börn á hjólum þegar vorar og mjög lítil aðstaða er fyrir þau. Á skólalóðini gætu þau td æft sig í hjólafærni. Leiðin er einnig slæm fyrir hjólandi börn þar sem það þarf varla nema að einn komi gangandi á móti þá liggur við að sá hjólandi sé komin út á götu.

Húsnæðið er óboðlegt. Vantar að mála, laga og yfirfara húsnæði frá toppi til táar ef þetta á að vera húsnæði fyrir hátt í 200 börn að leik og starfi. Mér finnst að fagmenn ættu að taka þetta hús út, fá t.d. vinnueftirlitið til að yfirfara aðstöðu starfsmanna með tilliti til hávaða, loftræstingar ofl. og svo Herdísi Storgaard með tillit til öryggis barnanna. Ég er viss um að þetta. Nokkuð viss að húsnæðið stæðist ekki skoðun.

Á annað hundruð börn eru látin ganga eftir mjóum gangstéttum yfir umferðagötu og svo nokkrar minni á leiðinni að Þróttheimum þar sem Glaðheimar eru staðsettir núna. Þar fyrir utan er húsnæðið þar lélegt og löngu orðið of lítið. Frekar en að setja niður færanlega skólastofu á Þróttarasvæðið væri nær að finna leið til þess að færa þessa starfsemi nær skólanum.

Það er afar mikilvægt að finna frístundaheimilinu annan stað. Bæði vegna lélegs húsnæðis, og erfiðrar staðsetningar. Það má bæta við að mig hryllir við þeirri tilhugsun að börnin þurfi að horfa upp á svæsnar útstillingar ''hjálpartækjabúðarinnar'' handan götunnar nær daglega og fá þannig klámvæðinguna beint í æð. Hér þarf að bregðast við hið snarasta!

Þegar slysakort umferðarstofu er skoðað sést að í hverfi Langholtsskóla eru aðeins skráð tvö alvarleg slys (gulu blettirnir). Þessi slys áttu sér stað á þeirri leið sem börnin þurfa að ganga á hverjum degi til að komast í og úr Glaðheimum eftir Holtavegi. Börnin hafa svo verið að ganga yfir Holtaveg aftur til að þess að leika sér á leikvellinum milli sunda og kleppsvegs því það er ekki nema grasbali og hjólabrettapallur á lóðinni.

Núverandi húsnæði frístundaheimilisins Glaðheima er ekki ásættanlegt, sérstaklega ekki fyrir slíkan fjölda barna og starfsfólks. Bæði eru loftgæði almennt léleg vegna ónægra opnanlegra glugga/hurða eða þeir sem fyrir eru opnast ekki nóg. Gluggar eru hátt á veggjum og nothæfir brunaútgangar því ekki til staðar í flestum vistarverum barnanna. Hávaðinn þarna inni er rosalega mikill, það er eins og hljóðið magnist þarna inni, það þarf ekki að vera svoleiðis.

Það er nauðsynlegt að færa frístundarheimilið Glaðheimar nær Langholtsskóla. Lélegt húsnæði og alltof löng gönguleið frá skólanum niður í frístundarheimilið í öllum veðrum. Einnig er gönguleiðin hættuleg á mjórri gangstétt við hlið mikillar umferðagötu.

Við viljum að þetta breytist áður en skólinn byrjar í haust. Mér skilst að 85 börn séu að byrja í 1.bekk. Ræddi við Söndru Hlin Guðmundsd. yfirkonu Glaðheima. Hún sendi yfirstjórn borgarinnar myndir af húsnæðinu í vetur. Henni finnst oft erfitt og varhugavert að ganga með börnin niður Holtaveg, þar er ekið hratt. Þegar veðrið verður mjög vont treysta þau sér ekki til þess að ganga með barnaskarann og sl. vetur fengu þau inni í Langholtsskóla í slíku tilfelli. Leikf.salur upptekinn á þessum tíma!

Styð flutning á Glaðheimum nær skólanum, væri hægt að setja upp "kálfa" á auðasvæðið fyrir neðan skólalóðina, þá geta börnin nýtt sér skólalóðina og það sem skólinn býður upp en þó haft athvarf í "kálfunum" Ég myndi ætla að það væri nú betra ef börnin hefðu útsýni yfir laugardalinn frekar en kynlífsbúð sem blasir við þeim þegar þau eru að ganga inn og út úr Glaðheimum.

Húsnæðið (Þróttheimar) var að sögn dæmt ónýtt fyrir allmörgum árum og löngu búið að sprengja utan af sér. Til þess að hægt sé að nýta húsnæðið er vel á annað hundruð börn eru látin ganga hálfan km. eftir mjóum gangstéttum yfir stóra umferðagötu og svo nokkrar minni til þess að komast að Þróttheimum, sem er í hæsta máta ótrúlegt að sé leyfilegt/löglegt árið 2013. Öryggi barnanna er stefnt í hættu daglega. Í mínum huga er það ekki spurning að frístundaheimilið á að vera á skólalóðinni, þar sem aðgangur er að flottustu skólalóð landsins, tölvuveri skólans, íþróttahúsi, bókasafni o.s.frv. og síðast en ekki síst með náttúruparadís Reykjavíkurborg við tærnar: Laugardalinn.

Styð flutning á Glaðheimum nær skólanum, væri hægt að setja upp "kálfa" á auðasvæðið fyrir neðan skólalóðina, þá geta börnin nýtt sér skólalóðina og það sem skólinn býður upp en þó haft athvarf í "kálfunum" Ég myndi ætla að það væri nú betra ef börnin hefðu útsýni yfir laugardalinn frekar en kynlífsbúð sem blasir við þeim þegar þau eru að ganga inn og út úr Glaðheimum.

Mjög mikilvægt er að bæta aðgengi barna í Langholtsskóla að frístundaheimilinu með því að hafa aðstöðuna nær skólanum. Núverandi húsnæði er auk þess mjög óheppilegt og óaðlaðandi, bæði fyrir börnin og starfsfólk.

Það átti að vera löngu búið að þessu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information