Sumar götur hafa forsögu eða heita nafni sem er hægt að gera betur grein fyrir á litlu upplýsingaskilti sem fylgir götuskiltinu. Í Þýskalandi er t.d. oft sagt í stuttu máli frá fólki sem götur heita eftir (http://upload.wikimedia.org/wikipedia/de/a/ab/Modersohnstrasse_strassenschild.jpg).
Bæta inn tengli á þýska fyrirmynd.
Einföld leið til að gera borgina skemmtilegri
Þessi hugmynd sýnir betur þá sögu sem býr að baki borgarlandslaginu, bæði borgarbúum og gestkomandi til ánægju. Örfáar elstu götur í miðbænum hafa verið merktar svona (t.d. Austurstræti - Langastétt). Full ástæða væri til að merkja allar götur sem heita eftir einhverjum, t.d. að rifja upp fyrir vegfarendum hver þessi Skúli var við Skúlagötuna. Þá væri hægt að reyna að útskýra í einni setningu götur eins og Kalkofnsveg og Rauðarárstíg, sem heita eftir löngu horfnum húsum og örnefnum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation