Gerum Skólavörðustíg að einstefnuvegi

Gerum Skólavörðustíg að einstefnuvegi

Gerum Skólavörðustíg að einstefnuvegi

Points

Ég set þess hugmynd inn fyrir Jón Hjaltason íbúa á Skólavörðustíg sem hefur margsinnis reynt að breyta götunni í einstefnugötu.

Sammála þessu, hef þegar sett inn rök fyrir þessu (á móti því að gera Skólavörðustíg að göngugötu).

Hvað er að því að hafa tvístefnu í þessari götu? Mér hefur sýnst það ganga bara ágætlega hingað til.

Að keyra í miðbænum er nógu erfitt fyrir þá sem þekkja þokkalega vel til gatnakerfisins þar eins og ég tel mig gera. Svæðið frá Skólavörðustíg niður að Skúlagötu; Njálsgata, Grettisgata, Frakkastígur, Vitastígur, Vegamótastígur, Vatnsstígur og Laugavegur eru einstefnugötur og Hverfisgatan var það líka uns henni var breytt fyrir um 10 árum í tvístefnugötu. Viðskiptavinir á Laugaveginum kvarta yfir slæmu og flóknu aðgengi og það að gera Skólavörðustíg að einstefnugötu bætir alls ekki það ástand.

mér er samt eiginlega sama, væri frekar til í að hafa streymi upp skólavörðustíginn samt...

Það er náttúrulega lítið um umferð upp skólavörðustíg. Það myndi ekki saka að gera götuna minni og gera gangandi/hjólandi hátt undir höfði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information