Gerum Skólavörðustíg að einstefnuvegi
Ég set þess hugmynd inn fyrir Jón Hjaltason íbúa á Skólavörðustíg sem hefur margsinnis reynt að breyta götunni í einstefnugötu.
Sammála þessu, hef þegar sett inn rök fyrir þessu (á móti því að gera Skólavörðustíg að göngugötu).
Hvað er að því að hafa tvístefnu í þessari götu? Mér hefur sýnst það ganga bara ágætlega hingað til.
Að keyra í miðbænum er nógu erfitt fyrir þá sem þekkja þokkalega vel til gatnakerfisins þar eins og ég tel mig gera. Svæðið frá Skólavörðustíg niður að Skúlagötu; Njálsgata, Grettisgata, Frakkastígur, Vitastígur, Vegamótastígur, Vatnsstígur og Laugavegur eru einstefnugötur og Hverfisgatan var það líka uns henni var breytt fyrir um 10 árum í tvístefnugötu. Viðskiptavinir á Laugaveginum kvarta yfir slæmu og flóknu aðgengi og það að gera Skólavörðustíg að einstefnugötu bætir alls ekki það ástand.
mér er samt eiginlega sama, væri frekar til í að hafa streymi upp skólavörðustíginn samt...
Það er náttúrulega lítið um umferð upp skólavörðustíg. Það myndi ekki saka að gera götuna minni og gera gangandi/hjólandi hátt undir höfði.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation