Eftirfarandi breytingar þyrfti að gera á gatnarmótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar til að auka umferðaröryggi og bæta flæði um gatnarmótin: *Loka fyrir að hægt sé að beygja til vinstri frá Lágmúla inn á Háaleitisbraut. *Setja beygjuljós þegar beygt er til vinstri frá Háaleitisbraut inn á Kringlumýrarbraut *Setja beygjuljós þegar beygt er til vinstri frá Stórholti inn á Kringlumýrarbraut
Löng röð myndast á beygjuakrein við Háaleitisbraut vegna mikillar umferðar frá Stórholti. Þessi langa röð lokar fyrir að umferð komist frá Lágmúla ef beygt er til vinstri inn á Háaleitisbraut, við þetta skapast hætta þar sem bílar sem keyra frá Lágúmla festast oft á miðri akbraut þegar þeir reyna að komast á milli. Vegna þessara aðstæðna eru margir sem velja heldur að keyra í gegnum 30 hverfi frá t.d. Ármúla og beygja þar til vinstri upp Háaleitisbraut eða fara beint inn í Stórholt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation