Klippa trjágróður sem skyggir á gangandi vegfarendur.
Trjágróður, sem víðast hvar er að drukkna í illgresi, skyggir á gangandi vegfarendur þá sérstaklega börn (lítið fólk)við gatnamót og gangbrautir út um allan bæ. Gott og fallegt að hafa gróður en á sumum stöðum á hann ekki við og því miður þá er umhirða sumra svæða þannig að illgresið er búið að ná yfirhöndinni. T.d.svæði sem sérstaklega er varhugavert er gróður á milli akgreina á Skeiðarvoginum.
Má t.d. minnka gróðurinn næst gangbrautinni við hringtorgið á þessum gatnamótum. Erfitt að sjá gangandi og hjólanid vegfarendur þarna fyrir gróðri.
Það mætti t.d. saxa aðeins af garðinum og trjánum við stórublokkina á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar. Getur verið hættulegt fyrir hjólandi að mætast á þessu horni.
Það er afskaplega leiðinlegt að sjá Borgina okkar í niðurníðslu. Starfsmenn borgarinnar hamast við að gera sem minst og verktakar eiga að leysa allan vanda. Ég vildi gjarnan að garyrkjudeild borgarinnar yrði endurvakin, sköpuð atvinna fyrir marga námsmenn og tekið á vanda eins og Njóla sem er að leggja undir sig tún borgarinnar sem eru slegin oft 1-2 sinnum á sumri. Það var sent bréf heim til margra húseigenda að tré skyggðu á götulýsingu og ef eigendur sinntu ekki því að klippa þau yrði það gert á þeirra kostnað. Hastarlegt en ég tók þessu vel og fór bara að hugsa um þetta.
Garðeigendur eru nú þegar skyldugir til þess að klippa tré sín eins og lesa má hér: http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3546/5704_view-5106/ Þar sem þetta er í raun ábending um að vera duglegri við að gera eitthvað sem á að vera gert, er ef til vill gagnlegra að hjálpa borginni með að benda á vandamálastaðina í gegn um þessa ágætu gátt: http://gata.mainmanager.is/ContentPopup.aspx?load=9&id=0&tag=Complaint&itemtag=LUKRWindow&uniquestring=5fd81a9d58604a83a5026270249a8762&populate=True&contextkey=Complaint$1$&addn=False&addc=False&ext=True&rearr=True&
bakvið strætóskýlið við fellskóla er girðing og gróður skyggjandi á komandi gangandi úr norðri ef ekið vestur , en þyrfti skýlið þá líka að vera gegnsætt til örgyggis , plastrúður og bak , eða yrði ekið hraðar ef sést vel til hliðar, svo gæti unglingur komið hratt á hjóli frá hlið eða hlaupandi krakki.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation