Takmarka lausagang bílvéla í borginni (a.m.k. miðbæ) við 2 mínútur.
Hávaði dregur úr lífsgæðum og mengun beinlínis drepur. Þetta tíðkast sumstaðar erlendis sem og að löggur sem stjórna umferð gefi þeim sem þurfa að bíða merki um að drepa á vélum á meðan. Hef fylgst með lengi og sé engin haldbær rök fyrir að sitja úti í bíl með vél í gangi eða hafa hann í gangi meðan fólk fer inn, á kostnað nærstaddr a /umhverfis. Vélagnýr magnast upp á þröngum götum eins og Laugavegi og truflar íbúa og skrifstofufólk seint og snemma.Takið eftir þessu á ferðum ykkar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation