Breytum Lynghaganum formlega úr umferðargötu í íbúðagötu, og setjum upp skilti og hraðahindranir sem minna fólk á að hér séu fjöldamörg börn að leik, sem kunna ekki endilega umferðarreglurnar eða átta sig á því hvaða hætta stafar af umferðinni hérna.
Ég er sjálf íbúi á Lynghaga og ég hef þungar áhyggjur af því hversu mikill umferðarhraðinn er í götunni. Þessi gata liggur að leikvelli og svo er leikskóli í næstu götu. Ég kalla á vitundarvakningu ökumanna um að þetta sé í fyrsta lagi íbúðargata og full af fjölskyldufólki, en ekki framhald af ökubraut Suðurgötu. Ég hef oft séð slysum á þessu svæði afstýrt fyrir sakir hreinnar heppni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation