Setja undirgöng við Hörpu, fjarlægja hraðahindranir.
Ég fer þarna hjá á hverjum vinnudegi. Þessar hraðahindranir eru ekki vel staðsettar og hreint og beint illa gerðar. Bara tímaspursmál hvenær slys verða þarna vegna þeirra. Umferðin gengur í eðli sínu hægt þarna á álagstímum hvort eð er. Setja undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð að Hörpunni.
En setja undirgöng fyrir bíla? Undirgöng fyrir gangandi eru oft mjög óaðlaðandi, dimm og drungaleg og þangað vill fólk síður fara. Því munu margir hlaupa yfir götuna sem ekki bætir ástandið. Auk þess þyrfti að útbúa langa rampa fyrir hjólastóla, barnavagna og reiðhjól. Það er hreinlega ekki pláss fyrir þá á þessum stað.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation